Enski boltinn

Krakkarnir hans Klopp afgreiddu Exeter | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Oluwaseyi Ojo fagnar með Benteke.
Oluwaseyi Ojo fagnar með Benteke. vísir/getty

Liverpool komst áfram í fjórðu umferð enska bikarsins í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði D-deildarlið Exeter á heimavelli, 3-0.

Eins og í fyrri leiknum notaði Jürgen Klopp mikið af ungum strákum Liverpool-liðsins og tveir þeirra skoruðu.

Joe Allen kom Liverpool á bragðið í fyrri hálfleik, 1-0, með marki eftir stoðsendingu frá hinum 21 árs gamla Ástrala Brad Smith. Þannig var staðan í hálfleik.

Oluwaseyi Ojo, 19 ára gamall strákur, skoraði svo sitt fyrsat mark fyrir félagið á 74. mínútu og kom Liverpool í 2-0.

Portúgalinn Joao Teixeira innsiglaði svo 3-0 sigur liðsins með sínu öðru marki fyrir Liverpool á 82. mínútu og þar við sat, 3-0.

Liverpool mætir West Ham í fjórðu umferð bikarkeppninnar.

Joe Allen kemur Liverpool í 1-0: Oluwaseyi Ojo skorar sitt fyrsta mark fyrir Liverpool: Teixeira skorar, 3-0:

Fleiri fréttir

Sjá meira