Enski boltinn

Krakkarnir hans Klopp afgreiddu Exeter | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Oluwaseyi Ojo fagnar með Benteke.
Oluwaseyi Ojo fagnar með Benteke. vísir/getty

Liverpool komst áfram í fjórðu umferð enska bikarsins í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði D-deildarlið Exeter á heimavelli, 3-0.

Eins og í fyrri leiknum notaði Jürgen Klopp mikið af ungum strákum Liverpool-liðsins og tveir þeirra skoruðu.

Joe Allen kom Liverpool á bragðið í fyrri hálfleik, 1-0, með marki eftir stoðsendingu frá hinum 21 árs gamla Ástrala Brad Smith. Þannig var staðan í hálfleik.

Oluwaseyi Ojo, 19 ára gamall strákur, skoraði svo sitt fyrsat mark fyrir félagið á 74. mínútu og kom Liverpool í 2-0.

Portúgalinn Joao Teixeira innsiglaði svo 3-0 sigur liðsins með sínu öðru marki fyrir Liverpool á 82. mínútu og þar við sat, 3-0.

Liverpool mætir West Ham í fjórðu umferð bikarkeppninnar.

Joe Allen kemur Liverpool í 1-0: Oluwaseyi Ojo skorar sitt fyrsta mark fyrir Liverpool: Teixeira skorar, 3-0:

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira