Körfubolti

Körfuboltastrákarnir í öðrum styrkleikaflokki

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jón Arnór Stefánsson og strákarnir okkar verða í öðrum styrkleikaflokki í fyrsta sinn.
Jón Arnór Stefánsson og strákarnir okkar verða í öðrum styrkleikaflokki í fyrsta sinn. vísir/valli

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður til Evrópumótsins 2017. Drátturinn fer fram 22. janúar í Þýskalandi.

Íslenska landsliðið hefur aldrei verið jafn ofarlega, en það hefur klifið metorðastigann undanfarin misseri og var auðvitað í fyrsta sinn með á Evrópumótinu síðasta sumar.

Ísland mætir örugglega einu liði úr efsta styrkleikaflokki og einu úr þriðja, en óvíst er hvort það mæti liði úr fjórða styrkleikaflokki.

Dregið verður í heildina í sjö riðla. Sex riðlar verða með fjórum þjóðum en einn þeirra með þremur. Leikið verður heima og að heiman líkt og undanfarin ár.

Þrettán landsliðs hafa tryggt þátttöku sína í lokamótinu á næsta ári, en 27 lönd taka þátt í undankeppninni. Ellefu sæti eru laus á Em og þangað komast sigurvegararnir sjö í riðlunum auk fjögurra bestu liðanna sem hafna í öðru sæti.

1. styrkleikaflokkur
Pólland
Slóvenía
Belgía
Georgía
Rússland
Þýskaland
Makedónía

2. styrkleikaflokkur
Eistland
Holland
Úkraína
Bosnía
Ísland
Ungverjaland
Svartfjallaland

3. styrkleikaflokkur
Austurríki
Svíþjóð
Hvíta-Rússland
Sviss
Búlgaría
Bretland
Slóvakía

4. styrkleikaflokkur
Portgúal
Danmörk
Lúxemborg
Kýpur
Albanía
KósóvóAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira