Enski boltinn

Hart í hart við Hart

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Kevin Hart, sem er einn vinsælasti grínisti og grínleikari heims í dag, spreytti sig öðru sinni á vítapunktinum á móti Joe Hart, markverði Manchester City, á dögunum.

Kevin Hart og Ice Cube eru á ferð og flugi um heiminn að kynna nýjustu mynd sína, Ride along 2, og komu við á æfingasvæði Manchester City.

Kevin Hart reyndi sig einnig á móti Joe Hart fyrir fyrri Ride Along-myndina, en að þessu sinni var grínistinn með mikla stæla.

Grínistinn náði að þessu sinni að skora eitt mark á móti Joe Hart, en það má deila um hvort markvörðurinn hafi leyft honum að skora?

Myndband af þessari vítaspyrnukeppni má sjá í spilaranum hér að ofan.Fleiri fréttir

Sjá meira