Enski boltinn

Hart í hart við Hart

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Kevin Hart, sem er einn vinsælasti grínisti og grínleikari heims í dag, spreytti sig öðru sinni á vítapunktinum á móti Joe Hart, markverði Manchester City, á dögunum.

Kevin Hart og Ice Cube eru á ferð og flugi um heiminn að kynna nýjustu mynd sína, Ride along 2, og komu við á æfingasvæði Manchester City.

Kevin Hart reyndi sig einnig á móti Joe Hart fyrir fyrri Ride Along-myndina, en að þessu sinni var grínistinn með mikla stæla.

Grínistinn náði að þessu sinni að skora eitt mark á móti Joe Hart, en það má deila um hvort markvörðurinn hafi leyft honum að skora?

Myndband af þessari vítaspyrnukeppni má sjá í spilaranum hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira