Enski boltinn

Spánn með fjögur stig í milliriðilinn eftir sigur á Svíum

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Varnarleikur Spánverja var sterkur í kvöld eins og svo oft áður.
Varnarleikur Spánverja var sterkur í kvöld eins og svo oft áður. vísir/epa

Spánn vann tveggja marka sigur á Svíþjóð, 24-22, í lokaleik C-riðils Evrópumótsins í handbolta sem fram fór í Wroclaw í kvöld.

Spænska liðið var tveimur mörkum yfir í í hálfleik eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik þar sem jafnt var á flestum tölum framan af.

Spánverjar tóku frumkvæðið í seinni hálfleik og náðu mest fjögurra marka forskoti, 19-15, en eftir það var engin leið til baka fyrir Svíana.

Hornamaðurinn Valero Rivera, sem leysir Guðjón Val Sigurðsson af hjá Barcelona næsta vetur, var markahæstur á vellinum með níu mörk.

Johan Jakobsson og Viktor Östlund skoruðu báðir fjögur mörk fyrir Svíþjóð og í markinu varði Mattias Andersson ellefu skot.

Þökk sé Degi Sigurðssyni og sigri Þýskalands á Slóveníu í kvöld tekur Spánn með sér fjögur stig inn í milliriðil tvö eftir sigra á Spáni og Þýskalandi.

Þar mætir Spánn Danmörku, Rússlandi og Ungverjalandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira