Handbolti

Karen fór á kostum í stórsigri Nice

T'omas Þór Þóraðrson skrifar
Karen Knútsdóttir.
Karen Knútsdóttir. vísir/getty

Landsliðskonurnar Karen Knútsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir fögnuðu flottum sigri á Issy Paris með liði sínu Nice, 26-19, í frönsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Fyrir leikinn var Nice í sjötta sæti af níu liðum í deildinni með 20 stig en Issy Paris með 26 stig í þriðja sæti.

Heimakonur í Nice réðu lögum og lofum á vellinum og náðu mest níu marka forskoti í seinni hálfleik, 24-14. Sigurinn var í meira lagi sanngjarn.

Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, fór hamförum í leiknum og skoraði sjö mörk úr níu skotum. Hún var markahæst ásamt Samiru Rocha.

Karen spilaði 38 mínútur í leiknum en Arna Sif Pálsdóttir spilaði 44 mínútur og skoraði eitt mark úr tveimur skotum.

Norska landsliðskonan Hanna Oftedal var markahæst í liði Issy Paris með fimm mörk en systir hennar Stine Oftedal átti erfiðan dag og skoraði aðeins tvö mörk úr átta skotum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira