Lífið

Ostborgarasúpan gerði allt vitlaust upp í HÍ: „Það var algjör örtröð í Hámu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eydís var að fíla þessa súpu.
Eydís var að fíla þessa súpu. vísir

„Þetta var áhugaverð súpa, það er á hreinu,“ segir Eydís P. Blöndal, heimsspekinemi við Háskóla Íslands, um sérstaka súpu sem var í boði í Hámu í HÍ í dag. Háma er mötuneyti háskólans og var boðið upp á ostborgarasúpu í hádeginu.

„Ég varð að sjálfsögðu að prófa súpuna, en mér fannst þetta aðallega fyndið. Það sem mér fannst skemmtilegast við þetta er að ég held að þau í Hámu séu búin að átta sig á krafti samfélagsmiðla og þetta hafi bara verið einhver tilraun hjá þeim, því það varð allt vitlaust upp í skóla. Ég hef aldrei séð svona mikið af fólki í Hámu.“

Mikil umræða hefur skapast um súpuna á Twitter eins og sjá má hér að neðan.

„Ég vil trúa því að þetta hafi verið markaðsfræðileg tilraun hjá Hámu, því það voru gjörsamlega allir mættir í hádeginu til að kíkja á súpuna. Þetta minnti svolítið á Almar í kassanum,“ segir Eydís sem er um þessar mundir að bjóða sig fram í Stúdentaráð og er hún í 1. sæti á lista Röskvu á hugvísindasviði.

„Það var algjör örtröð í Hámu í hádeginu. Ég myndi samt sem áður segja að súpan hafi ekki alveg bragðast eins og ostborgari. Meira svona eins og kjötsúpa, en hún var samt sem áður góð á bragðið. Ég hélt að þetta yrði nú bara venjulegur fimmtudagur en svo reyndist heldur betur ekki.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.