Handbolti

Björgvin Páll átti flottustu markvörsluna í riðlakeppni EM

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður karlalandsliðsins í handbolta, átti flottustu markvörsluna í riðlakeppni Evrópumótsins.

Myndband af fimm flottustu vörslunum var sett inn á Youtube-síðu evrópska handknattleikssambandsins í dag, en Björgvin hefur betur á móti fjórum af bestu markvörðum heims.

Í myndbandinu koma fyrir Slawomir Szmal, markvörður Póllands, Niclas Landin, markvörður Danmerkur, og Mattias Andersson, markvörður Svíþjóðar.

Flottasta varslan var þó sigurvarslan hjá Björgvin á móti Noregi í fyrsta leik íslenska liðsins, en þar varði hann skot á lokasekúndunni frá Sander Sagosen. Þetta reyndust einu stig strákanna okkar á mótinu, en þeir fóru heim til sín í gær og taka ekki frekari þátt á EM að þessu sinni.

Björgvin Páll átti einnig þriðja flottasta markið í A og B-riðlum Evrópumótsins, en það var markið sem hann skoraði yfir allan völlinn á móti Króatíu.

Ísland átti reyndar tvö af flottustu mörkum riðlakeppninnar í A og B-riðlum því Róbert Gunnarsson komst einnig á listann.

Flottustu mörkin má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Uppbygging landsliðsins gæti tekið tíma

Sérfræðingar Fréttablaðsins eru allir sammála um að varnarleikurinn hafi fellt íslenska liðið á EM í Póllandi. Kalla eftir allsherjar naflaskoðun fyrir framhaldið og einn segir kominn tíma á Aron Kristjánsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira