Handbolti

Aron vann jafnmarga leiki á stórmótum og Bogdan Kowalczyk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. Vísir/Getty

Aron Kristjánsson fagnaði sigri í 10 af þeim 22 leikjum sem hann stýrði íslenska handboltalandsliðinu á stórmótum.

Íslenska landsliðið fór á fjögur stórmót undir stjórn Arons Kristjánsson, tvö heimsmeistaramót (Spánn 2013, Katar 2015) og tvö Evrópumót (Danmörk 2014, Pólland 2016).

Íslenska liðið náði bestum árangri undir hans stjórn þegar liðið krækti í fimmta sætið á EM í Danmörku 2014 en varð síðan neðar en tíunda sæti á hinum þremur mótunum.

Sjá einnig: Aron um gagnrýnina: Ég veit hvað ég lagði í starfið

Aron jafnaði árangur Bogdans Kowalczyk og Þorbjarnar Jenssonar þegar Ísland vann Noreg í fyrsta leik á EM í Póllandi en þeir hafa allir fagnað sigri í tíu leikjum sem þjálfarar íslenska handboltalandsliðsins á stórmótum.

Sigrar íslenska landsliðsins í B-keppninni í Frakklandi 1989 teljast ekki með enda stórmótin aðeins Heimsmeistaramót, Evrópumeistaramót og Ólympíuleikar.

Aron fékk tvö tækifæri til að komast einn í annað sætið en íslenska liðið tapaði síðustu tveimur leikjum sínum við Hvíta Rússland og Króatíu og datt úr keppni.

Sjá einnig: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur fyrir þjóðina

Það hafa bara tveir landsliðsþjálfarar komist ofar með íslenska landsliðið á stórmóti en það eru þeir Guðmundur Guðmundsson og Þorbergur Aðalsteinsson.

Guðmundur hefur yfirburðarforystu í sigurleikjum og á einnig þrjú af fjórum bestu
 stórmótum Íslands frá upphafi.

Flestir sigurleikir íslenskra þjálfara með Ísland á stórmótum:
Guðmundur Guðmundsson    32 (63 leikir, 58 prósent sigurhlutfall)
Bogdan Kowalczyk    10 (26, 44 prósent)
Aron Kristjánsson    10 (22, 50 prósent)
Þorbjörn Jensson    10 (21, 52 prósent)
Þorbergur Aðalsteinsson    9 (21, 45 prósent)
Alfreð Gíslason        6 (16, 38 prósent)
Viggó Sigurðsson    4 (11, 46 prósent)
Hilmar Björnsson    3 (11, 32 prósent)
Hallsteinn Hinriksson    3 (9, 39 prósent)

Besti árangur hjá einstökum þjálfurum með íslenska landsliðið á stórmóti:
2. sæti - Guðmundur Guðmundsson á ÓL 2008
4. sæti - Þorbergur Aðalsteinsson á Ól 1992
5. sæti - Aron Kristjánsson á EM 2014
5. sæti - Þorbörn Jensson á Hm 1997
6. sæti - Bogdan Kowalczyk á ÓL 1984 og HM 1986
6. sæti - Hallsteinn Hinriksson á HM 1961
7. sæti - Viggó Sigurðsson á EM 2006
8. sæti - Alfreð Gíslason á HM 2007


Tengdar fréttir

Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur fyrir þjóðina

Aron Kristjánsson er hættur sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta kom fram á blaðamannfundi HSÍ í dag. Aron mætti á fundinn og fór yfir ákvörðun sína en það var hann sem nýtti sér uppsagnarákvæði í tveggja ára samningi sínum sem átti að renna út 2017.

Aron hættir með landsliðið

Tilkynnt á blaðamannafundi í hádeginu í dag, þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM í Póllandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira