Körfubolti

Vance Hall í fámennan hóp með Damon Johnson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vance Michael Hall.
Vance Michael Hall. Vísir/Stefán

Þórsarinn Vance Michael Hall var magnaður í gær þegar Þorlákshafnarliðið tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum í fyrsta sinn eftir 100-79 heimasigur á Keflavík.

Vance Hall skoraði 40 stig á 37 mínútum í leiknum auk þess að taka 8 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Hann var bæði stigahæstur og stoðsendingahæstur á vellinum.

Vance Hall varð með þessu fyrsti maðurinn í tólf ár til að skora 40 stig í undanúrslitaleik bikarsins og fyrsti maðurinn í sautján ár sem skorar 40 stig og fagnar líka sigri í undanúrslitunum.

Í raun eru bara tveir leikmenn undanfarin tuttugu ár sem hafa fengið inngöngu í 40 stig og sigur klúbbinn í undanúrslitum bikarsins.

Hinn meðlimurinn er Damon S Johnson sem skoraði 49 stig fyrir Keflavík í sigri á Tindastól 24. janúar 1999. Damon skoraði stigin sín 49 á 36 mínútum og hitti úr 20 af 26 skotum sínum í leiknum.

Síðastur á undan Vance Hall til að skorað 40 stig í leik í undanúrslitum bikarsins var Darrel K Lewis, þáverandi leikmaður Grindavíkur en núverandi leikmaður Tindastóls.

Darrel K Lewis skoraði 40 stig fyrir Grindavík á móti Keflavík 17. janúar 2004 en það dugði ekki til því Keflavíkurliðið vann leikinn 107-97. Nick Bradford og Derrick Allen voru báðir með 35 stig fyrir Keflavíkurliðið í leiknum.

Flest stig í undanúrslitum bikarsins undanfarin tuttugu ár:
49 - Damon S Johnson, Keflavík á móti Tindastól 24. janúar 1999 - sigur
41 - Ray Hairstone, Haukum á móti Njarðvík 25. janúar 1999 - tap
40 - Vance Michael Hall, Þór á móti Keflavík 25. janúar 2016 - sigur
40 - Darrel K Lewis, Grindavík á móti Keflavík 17. janúar 2004 - tap
37 - Jeremiah Johnson, Grindavík á móti Skallagrími 5. febrúar 2006 - sigur
35 - Nick Bradford, Keflavík á móti Grindavík 17. janúar 2004 - sigur
35 - Derrick Allen, Keflavík á móti Grindavík 17. janúar 2004 - sigur
35 - Stevie Johnson, Þór Ak. á móti KR 2002 20. janúar 2002 - tap
35 - Darryl Wilson, Grindavík á móti Val 25. janúar 1998 - sigur


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira