Handbolti

Svíar gerðu Guðmundi grikk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur á hliðarlínunni í kvöld.
Guðmundur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Getty

Danmörk, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, tapaði sínu fyrsta stigi á EM í Póllandi er liðið gerði jafntefli, 28-28, við Svía í kvöld. Hægri hornamaðurinn Mattias Zachrisson tryggði Svíum annað stigið er hann skoraði síðasta mark leiksins þegar átta sekúndur voru til leiksloka.

Jesper Nöddesbo reyndi að taka skot frá miðju á lokasekúndum leiksins en það var varið. Danir höfðu verið skrefinu framar allan leikinn og leiddu í hálfleik, 15-13. En Svíar gáfust ekki upp og uppskáru jafntefli.

Zachrisson, Johan Jakobsson og Andreas Nilsson skoruðu allir fimm mörk fyrir Svíþjóð í kvöld en hjá Danmörku var Michael Damgaard markahæstur með sjö mörk. Niklas Landin var ekki upp á sitt besta og varði sjö skot í danska markinu.

Danmörk trónir engu að síður á toppi milliriðils 2 með sjö stig en Danmörk og Spánn koma næst með sex.

Danmörk og Þýskaland eigast við í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun og þar dugir Guðmundi jafntefli gegn Degi Sigurðssyni og þýska liðinu til að komast áfram í undanúrslit keppninnar.

Spánverjar mæta Rússum og dugir sigur til að komast áfram, á kostnað annað hvort Danmerkur eða Þýskalands.


Tengdar fréttir

Dujshebaev sá um pabba sinn

Spanverjar eru komnir með sex stig, rétt eins og Danmörk og Þýskaland, í milliriðli 2 á EM í Póllandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira