Formúla 1

Vettel fljótastur á seinni prófunardegi

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Vettel á rennandi blautri braut í dag.
Vettel á rennandi blautri braut í dag. Vísir/Getty

Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni degi regndekkjaprófana Pirelli í Frakklandi.

Daniil Kvyat á Red Bull varð annar einungis átta hundruðustu úr sekúndu á eftir Vettel. Stoffel Vandoorne ók McLaren bílnum aftur í dag og var rúmri sekúndu á eftir Vettel.

Ferrari, Red Bull og McLaren voru liðin sem Pirelli valdi til þátttöku í þessum prófunum. Liðin verða að nota bíla síðasta árs og mega engar tilraunir gera með búnað fyrir komandi tímabil.

Markmiðið var að prófa hegðun nýrra regndekkja. Liðin óku 374 hringi seinni daginn, töluvert meira en á mánudag. En samtals voru eknir 659 hringir um Paul Ricard brautina í Frakklandi.

Brautin var vökvuð reglulega með úðarakerfi, það var því hægt að stýra því hversu blaut brautin var.

Pirelli var að prófa mismunandi mynstur og samsetningar á regndekkjum bæði. Pirelli notaði svo milliregndekk sem grunn viðmið.

Næsti akstur Formúlu 1 bíla mun fara fram 22.- 25. febrúar í Barselónabrautinni. Þá munu fyrstu æfingarnar fyrir tímabilið eiga sér stað.


Tengdar fréttir

Ricciardo fljótastur í dekkjaprófun

Daniel Ricciardo var fljótastur á Red Bull á fyrsta degi prófana hjá Pirelli. Regndekk voru prófuð á Paul Ricard brautinni í Frakklandi í dag.

Ecclestone treystir á að Vettel endi einokun Mercedes

Bernie Ecclestone, einráður í Formúlu 1 treystir á að Sebastian Vettel verði heimsmeistari ökumanna árið 2016 með Ferrari. Ecclestone vill sjá einhvern binda enda á drottnun Mercedes sem hann telur ekki góða fyrir íþróttina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira