Enski boltinn

City mætir Liverpool á Wembley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Það verða Manchester City og Liverpool sem mætast í úrslitaleik ensku deildabikarkeppninnar á Wembley í Lundúnum þann 28. febrúar.

City vann í kvöld 3-1 sigur á Everton á heimavelli og þar með 4-3 samanlagt. Everton komst yfir í leiknum en City svaraði með þremur mörkum og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleiknum.

Everton var með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn og útlitið var bjart eftir að Ross Barkley kom þeim bláu yfir með frábæru skoti.

En Fernandinho jafnaði metin fyrir City skömmu síðar er skot hans breytti um stefnu á Leighton Baines, varnarmanni Everton, og fór inn.

Kevin De Bruyne kom svo City yfir með umdeildu marki en boltinn virtist hafa farið aftur fyrir endamörk í aðdraganda þess. En það var svo Sergio Agüero sem innsiglaði sigur City og sætið í úrslitaleiknum.

De Bruyne var svo borinn af velli undir lok leiksins en óvíst hvort að um alvarleg meiðsli eru um að ræða.

Ross Barkley kom Everton yfir á 18. mínútu: Fernandinho jafnaði metin fyrir City á 24. mínútu: Kevin De Bruyne kom City yfir á 70. mínútu: Sergio Agüero kom City í 3-1 forystu á 76. mínútu:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×