Körfubolti

Áttunda tap Lakers í röð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það gengur ekkert hjá Kobe og félögum.
Það gengur ekkert hjá Kobe og félögum. vísir/getty

Kobe Bryant átti slakan leik er LA Lakers var kafsiglt af Chicago Bulls í Staples Center í nótt.

Kobe skoraði 10 stig og hitti aðeins úr 4 af 13 skotum sínum í leiknum. Þetta var áttunda tap Lakers í röð en liðið er aðeins búið að vinna 9 leiki í vetur og tapa 39.

Jimmy Butler var sem fyrr í stuði hjá Bulls. Hann skoraði 26 stig og gaf 10 stoðsendingar.

Pau Gasol var að spila í fyrsta og síðasta skipti gegn vini sínum Kobe. Hann skoraði 21 stig og tók 12 fráköst fyrir Bulls.

Úrslit:

Indiana-Atlanta  111-92
Washington-Denver  113-117
Toronto-NY Knicks  103-93
Memphis-Milwaukee  103-83
New Orleans-Sacramento  114-105
LA Lakers-Chicago  91-114

Staðan í NBA-deildinni.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira