Erlent

Lögregla á Ítalíu mun leggja allt í sölurnar til að finna morðingja bandarískrar konu

Atli Ísleifsson skrifar
Ashley Olsen og hundurinn Scout.
Ashley Olsen og hundurinn Scout. Mynd/Istagram

Ríkislögreglustjóri á Ítalíu segir að allt verði lagt í sölurnar til að hafa uppi á morðingja bandarískrar konu sem fannst látin í íbúð sinni í Flórens um helgina.

Rannsókn er hafin á morðinu á hinni 35 ára Ashley Olsen sem fannst látin í rúmi í íbúð sinni síðastliðinn laugardag. Hún var með áverka á hálsi.

Lögregla segist hafa rætt við kærasta hennar, sem er ítalskur listamaður, vegna málsins en að enginn sé grunaður um verknaðinn að svo stöddu.

Olsen ólst upp í Flórída en hafði búið í Evrópu í nokkurn tíma.

Ítalskir fjölmiðlar hafa greint frá því að faðir Olsen hafi borið kennsl á líkið, en hann starfar sem kennari í skóla skammt frá.

Í frétt Sky News kemur fram að kærasti Olsen hafi óttast um hana eftir að hafa ekkert heyrt frá henni í nokkra daga og hafi hann því beðið eiganda íbúðarinnar sem Oslen leigði að hleypa sér inn. Þetta hefur ekki fengist staðfest af lögreglu.

Olsen var að sögn vina og nágrenna þekkt í hverfinu þar sem hún gekk jafnan um hverfið með beagle-hund sinn Scout.

Vonir standa til að morðmálið verði ekki endurtekning á máli Amndu Knox sem sökuð var um að hafa ásamt kærasta sínum drepið meðleigjenda sinn, Meredith Kercher, í Perugia, suður af Flórens, árið 2007. Málið vakti gríðarlega fjölmiðlaathygli og velktist lengi um í dómskerfinu áður en Knox var endanlega sýknuð á síðasta ári.

#dogwalk in #firenze #scoutthebeagle #dogdays #beaglelover #ilovethisdamndog #oltrarno #toscana #italia

A photo posted by Ashley Olsen (@ashleyannolsen) on


Tengdar fréttir

Hæstiréttur Ítalíu sýknar Amöndu Knox

Hæstiréttur á Ítalíu hefur sýknað hina bandarísku Amöndu Knox og Ítalann Raffaele Sollecito af ákæru um að hafa orðið Meredith Kercher að bana árið 2007.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira