Sport

Gjallarhornið brotnaði í kuldanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gjallarhornið var í lagi fyrir leik.
Gjallarhornið var í lagi fyrir leik. vísir/getty

Kuldaleikurinn á milli Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í NFL-deildinni í gær hafði áhrif víða.

Kuldinn fór yfir mínus 30 gráður um tíma. Rafhlöður frusu, skegg frusu og svona mætti halda áfram.

Eitt helsta kennileytið á heimavelli Vikings er risastórt gjallarhorn, sem er kallað Gjallarhorn í Minnesota, og það var ekki sjón að sjá það. Kuldinn nefnilega gerði það að verkum að gjallarhornið brotnaði eins og sjá má hér að neðan.

Það fær því einhver góður maður að smíða nýtt horn fyrir næsta tímabil enda er lið Vikings komið í frí.

NFL

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira