Körfubolti

Porzingis hitti krakkann sem grét á nýliðavalinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Strákurinn er hættur að gráta.
Strákurinn er hættur að gráta. mynd/instagram

Margir stuðningsmenn NY Knicks reiddust er félagið valdi Kristaps Porzingis í síðasta nýliðavali NBA-deildarinnar.

Þó enginn meira en ungur drengur sem bæði baulaði og grét síðan. Slíkt var svekkelsi hans með valið.

Porzingis er löngu búinn að þagga niður í öllum efasemdarmönnum með frábærum leik í vetur. Líka unga drengnum sem grét.

Þeir hittust fyrir leik Knicks í gær. Bróðir Porzingis stóð fyrir því að þeir gætu hist en ungi drengurinn elskar Porzingis í dag.

Drengurinn grátandi á nýliðavalinu.
NBAFleiri fréttir

Sjá meira