Körfubolti

Daði Lár farinn til Keflavíkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Daði Lár í leik með Stjörnunni.
Daði Lár í leik með Stjörnunni. vísir/daníel

Keflavík fékk liðsstyrk í Dominos-deild karla í kvöld er Daði Lár Jónsson ákvað að yfirgefa Garðabæinn og fara Reykjanesbrautina til Keflavíkur.

Það er karfan.is sem greinir frá þessu í kvöld. Daði Lár er sonur Keflavíkur-goðsagnarinnar, Jóns Kr. Gíslasonar.

„Auðvitað er það erfið ákvörðun að yfirgefa Stjörnuna enda alist þar upp. Ég hef bara góða hluti að segja um klúbbinn en ég tel mig vera á réttum stað núna og vonandi get ég gert gott lið Keflavíkur en betra. Pabbi er í raun ástæðan fyrir því að ég fer til Keflavíkur. Ég vil spila hraðan Keflavíkurbolta. Pabbi er mitt átrúnaðargoð og ég tek vel í allan samanburð í þeim efnum. Vonandi fæ ég bara treyju númer 14,“ segir Daði Lár við karfan.is.

Keflavík er í toppsæti deildarinnar og verður áhugavert að fylgjast með Daða í Sláturhúsinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira