Körfubolti

Enn vinna Cleveland og San Antonio | Myndbönd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James í leiknum í nótt.
LeBron James í leiknum í nótt. Vísir/Getty

Cleveland vann sinn áttunda sigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta er liðið hafði betur gegn Dallas, 110-107, í framlengdum leik á heimavelli.

LeBron James skoraði 27 stig og Kyrie Irving bætti við 22 stigum. Báðir áttu mikilvægar körfur í framlengingunni sem tryggði Cleveland sigur í leiknum.

Dallas byrjarði betur og Cleveland náði ekki forystu í leiknum fyrr en í upphafi fjórða leikhluta. Leikurinn var hnífjafn veftir það en stigahæstur hjá Dallas var Chandler Parsons með 25 stig.

San Antonio vann Detroit, 109-99, og þar með sinn níunda sigur í röð. Tony Parker skoraði 31 stig fyrir gestina og LaMarcus Aldridge bætti við 22 stigum og tók þrettán fráköst.

San Antonio mætir næst Cleveland á heimavelli sínum annað kvöld þar sem liðið hefur unnið 31 leik í röð.

Kentavious Caldwell-Pope skoraði 25 stig fyrir Detroit sem hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir tapið í nótt.

New York vann Boston, 120-114. Nýliðinn Kristaps Porzingis heldur áfram að spila frábærlega en hann var með 26 stig í leiknum í nótt. Carmelo Anthony þurfti hins vegar að fara meiddur af velli í þriðja leikhluta.

Isaiah Thomas var með 34 stig fyrir Boston sem hefur nú tapað fjórum leikjum í röð.

Oklahoma City vann Minnesota, 101-96, en Kevin Durant skoraði 30 stig í leiknum þrátt fyrir rólega byrjun. Hann skoraði tólf stig í röð fyrir Oklahoma City á síðustu þremur mínútum leiksins.

Úrslit næturinnar:
Indiana - Phoenix 116-97
Detroit - San Antonio 99-109
New York - Boston 120-114
Memphis - Houston 91-107
Milwaukee - Chicago 106-101
Minnesota - Oklahoma City 96-101
Dallas - Cleveland 107-110
LA Lakers - New Orleans 95-91

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira