Sport

Ronda snýr ekki aftur í júlí

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ronda tapaði illa og vill meiri hvíld.
Ronda tapaði illa og vill meiri hvíld. vísir/getty

Ronda Rousey, fyrrverandi bantamvigtarmeistari kvenna í UFC, snýr ekki aftur á UFC 200-bardagakvöldið í júlí eins og til stóð.

Ronda missti heimsmeistaratitilinn þegar Holly Holm rotaði hana í nóvember á síðasta ári, en hún sagði fyrir tapið að hún ætlaði að taka sér gott frí á árinu 2016.

Ronda er upptekin við tökur á endurgerð kvikmyndarinnar Roadhouse en tökur hafa staðið yfir lengur til til stóð.

„Tökunum var frestað aðeins. Ronda gæti gert bæði en spurningin er hvort hún ætti að gera það. Hún gæti bæði verið að leika og æft fyrir bardaga en það er enginn tilgangur með því,“ segir Dana White, forseti UFC.

Holly Holm mun verja titilinn í fyrsta skipti í byrjun mars á sama kvöldi og Conor McGregor berst um léttvigartitilinn á móti Rafael dos Anjos.

Einhver bið verður því á að Ronda reyni að hirða beltið aftur. „Það sem Ronda hefur gert ber höfuð og herðar yfir alla aðra. Það er hreint ótrúlegt hvað hún hefur afrekað á síðustu þremur árum. Ef hún biður um meiri hvíld þá bara fær hún meiri hvíld,“ segir Dana White.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira