Enski boltinn

Gylfi skoraði en það dugði ekki tíu mönnum Swansea | Sjáið mark Gylfa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson skorar hér í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson skorar hér í kvöld. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea töpuðu 4-2 á heimavelli á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Jermain Defoe skoraði þrennu fyrir Sunderland í leiknum í kvöld en Sunderland liðið er nú aðeins einu stigi á eftir Swansea sem situr í síðasta örugga sætinu.

Swansea-liðið spilaði manni færra í meira en fimmtíu mínútur eða síðan að Kyle Naughton fékk rautt spjald á 37. mínútu leiksins.

Swansea komst reyndar yfir í 2-1 en Sunderland-liðið skoraði þrjú mörk manni fleiri og tryggði sér sigurinn.

Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði metin í 1-1 á 21. mínútu úr vítaspyrnu sem André Ayew fékk. André Ayew kom Swansea síðan í 2-1 á 40. mínútu.

Jermain Defoe skoraði fyrsta mark leiksins á 3. mínútu og gerði síðan tvö síðustu mörkin í seinni hálfleiknum.

Patrick van Aanholt hafði jafnað metin í 2-2 eftir aðeins 49 mínútna leik í seinni hálfleiknum.

Síðustu tvö mörk Jermain Defoe komu á 61. og 85. mínútu leiksins. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir Sunderland sem vann síðast útileik í deildinni á móti Crystal Palace 23. nóvember.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Swansea.

Gylfi jafnar metin fyrir Swansea



Fleiri fréttir

Sjá meira


×