Handbolti

Slæmt tap á heimavelli hjá Rut og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rut Jóndóttir.
Rut Jóndóttir. Vísir/Ernir

Íslenska landsliðskonan Rut Jónsdóttir og félagar hennar í Randers HK töpuðu með átta mörkum á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld

Randers HK tapaði 22-30 á móti gömlu félögum Rutar í Team Tvis Holstebro en Randers-liðið var tveimur sætum á undan Tvis Holstebro fyrir leikinn.

Rut Jónsdóttir var með 3 mörk og 2 stoðsendingar í leiknum en hún nýtti aðeins 3 af 10 skotum sínum.

Það voru aðeins tvær sem skoruðu meira en Rut fyrir Randers-liðið en það voru landsliðskonurnar Camilla Dalby (6 mörk) og Linn Gosse (5).

Tvis Holstebro liðið var 17-15 yfir í hálfleik en skoraði síðan fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiksins og stakk af.

Rut byrjaði leikinn mjög og skoraði öll þrjú mörkin sín á fyrstu átján mínútu. Hún skoraði sitt þriðja mark þegar hún kom Randers-liðinu í 11-10. Rut klikkaði aftur á móti á fimm síðustu skotum sínum í leiknum.

Það er nóg um að vera hjá Randers-liðinu sem spilar seinni leik sinn við franska liðið HBC Nimes í sextán liða úrslitum EGHF-bikarsins um komandi helgi. Randers náði jafntefli í fyrri leiknum í Frakklandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira