Fótbolti

Kolbeinn Sigþórs: Vona að Lars haldi áfram með liðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson fagnar sæti á EM.
Kolbeinn Sigþórsson fagnar sæti á EM. Vísir/Vilhelm

Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er eins og flestir Íslendingar spenntur fyrir EM í Frakklandi en þar mun hann að öllu óbreyttu leika stórt hlutverk í sóknarleik Íslands. Kolbeini líst vel á riðilinn sem Ísland fékk en þar munu strákarnir mæta Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki.

„Við eigum möguleika á að gera góða hluti í þessum riðli. Hann er kannski ekki sá mest spennandi fyrir hinn hlutlausa áhugamann sem fylgist með mótinu en þetta er gott tækifæri fyrir okkur. Við þurfum þó að spila vel í hverjum leik til að ná árangri og við ættum að gera það ef okkur tekst að spila eins og við gerðum í undankeppninni.“

Samningur Lars Lagerbäck við KSÍ rennur út eftir EM í sumar og er þá áætlað að Heimir Hallgrímsson taki einn við liðinu. En viðræður hafa átt sér stað á milli Lagerbäck og KSÍ um að hann taki eina undankeppni í viðbót.

„Ég vona að hann haldi áfram. Það hefur gengið mjög vel með þá tvo og samstarf hans og Heimis er frábært. Þeir ná mjög vel saman. Ef Lars hefur áhuga á að halda áfram þá væru það góð tíðindi en ef hann ákveður að hætta þá er ég handviss um að Heimir sé klár í að taka við landsliðinu.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira