Handbolti

Aron Rafn til Þýskalands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Rafn í leik með íslenska landsliðinu.
Aron Rafn í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Anton
Aron Rafn Eðvarðsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni þar sem að hann er á leið til Bietigheim í þýsku B-deildinni. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Aron Rafn, sem er með íslenska landsliðinu á EM í Póllandi, segist ósáttur við hversu lítið hann hefur fengið að spila í Danmörku en þar hefur Andreas Palicka verið aðalmarkvörður liðsins.

„Það var alveg sama hvernig Palicka gekk. Hann var alltaf tekinn fram yfir mig en fyrir tímabilið sagðist þjálfarinn ætla að skipta hlutverkunum jafnt á milli okkar,“ sagði Aron Rafn.

Hann fékk leyfi til að fara frá Álaborg þegar liðið endurheimti annan markvörð úr meiðslum fyrir skömmu síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×