Enski boltinn

Hiddink: Chelsea er í fallhættu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guus Hiddink.
Guus Hiddink. Vísir/Getty

Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði hlutina bara eins og þeir eru á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Chelsea hefur ekki enn tapað undir stjórn Guus Hiddink en þrír af fimm leikjum hafa endaði með jafntefli. Liðið er sem stendur í fjórtánda sætinu og aðeins sex stigum frá fallsæti.

„Staðreyndin er sú að við erum í fallhættu. Það eru tveir erfiður leikir framundan og ef við fáum ekki stig út úr þeim er aldrei að vita hvað hin liðin gera á meðan. Enska úrvalsdeildin getur alltaf komið þér á óvart," sagði Guus Hiddink.

Chelea mætir Everton á morgun og eftir það bíður liðsins útileikur á móti toppliði Arsenal.

Chelsea var þó bara einu stigi frá fallsæti þegar Jose Mourinho var rekinn og Guus Hiddink tók við. Liðið vann Sunderland í fyrsta leiknum undir stjórn Hiddink en hefur síðan gert þrjú jafntefli í fjórum leikjum þar af tvö þeirra á Stamford Bridge.

„Það eru samt tólf stig upp í fjórða sætið þar sem Tottenham er. Við viljum horfa upp töfluna en við erum samt raunsæir. Það eru bara sex stig niður í falsæti. Það er staðreynd," sagði Hiddink.

„Við verðum að leggja mikla vinnu á okkur, halda einbeitingunni og safna stigum til að koma okkur ofar," sagði Hiddink.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira