Körfubolti

Snæfell ekki í neinum vandræðum með Stjörnuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haiden Denise Palmer.
Haiden Denise Palmer.

Þrír leikir fóru fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag en Keflavík vann góðan sigur á Hamar, 74-64, og var sigur þeirra í raun aldrei í hættu.

Alexandra Ford var atkvæðamest í liði Hamars með 14 stig en Melissa Zornig var með 21 hjá Keflavík.

Þá valtaði Snæfell yfir Stjörnuna, 76-49, í Ásgarði og áttu Stjörnukonur aldrei möguleika. Haiden Denise Palmer var frábær í liði Snæfells og skoraði 26 stig og tók tíu fráköst.

Hjá Stjörnunni var það Bryndís Hanna Hreinsdóttir sem var atkvæðamest með 19 stig. Snæfell er í efsta sæti deildarinnar með 24 stig, jafnmörg og Haukar.
Fleiri fréttir

Sjá meira