Handbolti

Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fjölmiðlahótelið góða.
Fjölmiðlahótelið góða. vísir/HBG

Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið.

Þetta er bæði tveggja og þriggja stjörnu hótel. Kvöldið sem íslenskir fjölmiðlamenn mættu á svæðið þá lak vatn yfir allan matsalinn og barsvæðið.

Á hæðinni þar sem einn íslenskur fjölmiðlamaður gistir eru tveir hundar í sitt hvoru herberginu. Þeir gelta því á hvorn annan og láta hraustlega í sér heyra. Það þykir vera eðlilegt á þessu hóteli.

Er fjölmiðlamenn klára sínar vaktir á kvöldin er búið að loka eldhúsinu og internetið er þess utan lítið til að hrópa húrra fyrir.

Þó nokkrir norskir fjölmiðlamenn hafa fengið nóg og eru fluttir á annað hótel. Íslensku fjölmiðlarnir munu aftur á móti klára vistina.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir

Gummi og danska landsliðið tóku Rússa

Danir og Rússar mættust á Evrópumótinu í Póllandi í kvöld og var leikurinn spennandi en honum lauk með sigri lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Danmörku, 31-25.Fleiri fréttir

Sjá meira