Handbolti

Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fjölmiðlahótelið góða.
Fjölmiðlahótelið góða. vísir/HBG

Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið.

Þetta er bæði tveggja og þriggja stjörnu hótel. Kvöldið sem íslenskir fjölmiðlamenn mættu á svæðið þá lak vatn yfir allan matsalinn og barsvæðið.

Á hæðinni þar sem einn íslenskur fjölmiðlamaður gistir eru tveir hundar í sitt hvoru herberginu. Þeir gelta því á hvorn annan og láta hraustlega í sér heyra. Það þykir vera eðlilegt á þessu hóteli.

Er fjölmiðlamenn klára sínar vaktir á kvöldin er búið að loka eldhúsinu og internetið er þess utan lítið til að hrópa húrra fyrir.

Þó nokkrir norskir fjölmiðlamenn hafa fengið nóg og eru fluttir á annað hótel. Íslensku fjölmiðlarnir munu aftur á móti klára vistina.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir

Gummi og danska landsliðið tóku Rússa

Danir og Rússar mættust á Evrópumótinu í Póllandi í kvöld og var leikurinn spennandi en honum lauk með sigri lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Danmörku, 31-25.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira