Handbolti

Guðjón Valur: Þessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón Valur í leiknum gegn Noregi í sokkunum.
Guðjón Valur í leiknum gegn Noregi í sokkunum. vísir/valli

Háu sokkarnir sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson klæðist hafa vakið athygli og Vísir spurði hann út í málið.

„Þessir sokkar veita smá þrýsting á kálfana. Ég hef oft aðeins stífnað í kálfunum og það byrjaði á EM fyrir tveim árum síðan,“ sagði Guðjón Valur en hann er þekktur fyrir að æfa meira en aðrir og hefur á stundum farið fram úr sér.

„Ég er svolítill vitleysingur og á það til að gera svolítið mikið. Það kemur stundum fyrir og sokkarnir hafa verið að hjálpa mér þar. Þeir veita þessum spóaleggjum réttan þrýsting og mér líður betur í kjölfarið,“ segir Guðjón og sló svo aðeins á létta strengi.

„Svo hefur ég verið að heyra að fólkinu í stúkunni finnist þetta svo djöfulli kynþokkafullt. Nei, ég er að grínast. Það er engin tískuyfirlýsing í gangi. Þetta er bara eitthvað sem hjálpar mér.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).

vísir/valli

Tengdar fréttir

Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið

Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið.

Gummi og danska landsliðið tóku Rússa

Danir og Rússar mættust á Evrópumótinu í Póllandi í kvöld og var leikurinn spennandi en honum lauk með sigri lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Danmörku, 31-25.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira