Handbolti

Hryðjuverkaógn á EM í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Valli

Hryðjuverkin í Frakklandi í vetur hafa haft sín áhrif á Evrópumótið í handbolta í Póllandi sem hófst á föstudaginn. Öll öryggisgæsla í kringum mótið hefur verið hert til mikilla muna.

Þýska blaðið Bild segir frá því að mótshaldarar hafa fjölgað fólki í öryggisgæslu og í netfrétt blaðsins kemur fram að hvert lið í C-riðli hefur sérstakan lögreglumann með í för hvert sem liðið fer.

Leitað hefur verið á fólki í öllum íþróttahúsunum og þar er sérstaklega skimað eftir sprengjum eða efnum þeim tengdum. Þá er mikill öryggisgæsla í kringum hótel þýska liðsins í Wroclaw.

„Við höfum fjölgað í öryggissveitum og allir sem koma í íþróttahöllina þurfa að fara í gegnum ítarlega öryggisskoðun," sagði Marcin Herra, yfirmaður skipulagsnefndar Evrópumótsins.

Pólskur lögreglumaður sagði Bild einnig frá því að auka allra lögreglumanna að störfum í tengslum við mótið þá eru einnig sérsveitarmenn á ferðinni en það eru lögreglumenn sem sérhæfa sig í baráttunni við hryðjuverk.

Lögreglumennirnir í Póllandi fengu góða æfingu fyrir tæpum fjórum þegar Pólland hélt Evrópumótið í fótbolta með Úkraínu árið 2012 og hafa því mikla reynslu á því að halda mót sem þetta.

Íslenska landsliðið spilar sína leiki í Katowice og leikur við Hvíta-Rússland í fyrri leik B-riðilsins í dag. Leikur Íslands og Hvít-Rússa hefst klukkan 15.00.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira