Golf

Tveir efstir fyrir lokahringinn á Hawaii

Zac Blair eltir sinn fyrsta sigur á Hawaii.
Zac Blair eltir sinn fyrsta sigur á Hawaii. Getty

Það er mikil spenna fyrir lokahringinn á Sony Open sem fram fer á Hawaii en tveir kylfingar deila efsta sætinu á 16 undir pari.

Það eru þeir Brandt Snedeker og hinn ungi Zac Blair en Blair freistar þess að sigra á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum.

Hann þarf þá að sýna stáltaugar á lokahringnum þar sem Snedeker virðist vera í frábæri formi en þessi reynslumikli Bandaríkjamaður hefur leikið vel undanfarið til dæmis aðeins fengið tvo skolla á síðustu fimm hringjum sínum á mótaröðinni.

Kevin Kisner kemur einn í þriðja sæti á 15 undir pari og Suður-Kóreumaðurinn Si Woo Kim á einnig séns á titlinum í kvöld ef hann leikur vel en hann er einn í fjórða á 14 undir pari.

Sigurvegari síðasta árs, Jimmy Walker, þarf á kraftaverki að halda ætli hann sér að verja titilinn en hann er jafn í 35. sæti á átta undir pari eftir hringina þrjá.

Bein útsending frá lokahringnum hefst klukkan 23:00 á Golfstöðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira