Handbolti

Handvarpið: Með bakið upp við hinn fræga vegg

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta eru með bakið upp við vegg eftir skelfilegt tap, 39-38, gegn Hvíta-Rússlandi á EM í dag.

Varnarleikur íslenska liðsins var einhver sá versti sem sést hefur í langan tíma, en sóknin gekk vel eins og sjá má á skoruðum mörkum.

Tómas Þór Þórðarson og Ásgeir Jónsson rýndu í leikinn og möguleika strákanna okkar í framhaldinu í Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta.

Hlusta má á allan þáttinn í spilaranum hér að ofan.

Fyrri þættir Handvarpsins:
Fyrsti þáttur Handvarpsins 2016: Sest niður með Guðjóni Val
Handvarpið: Hitað upp fyrir EM 2016
Handvarpið: "Það þarf að tryggja úlnliðinn á Aroni Pálmarssyni“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
Tengdar fréttir

Norðmenn unnu Króata | Riðill okkar Íslendinga í uppnámi

Norðmenn unnu magnaðan sigur á Króötum, 34-31, á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer þessa dagana í Póllandi. Þetta þýðir að öll liðin í riðlinu sem við Íslendingar spilum í eru með tvö stig eftir tvo leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira