Erlent

Neyðarástand í Flint vegna blýmengunar

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Íbúar í Flint ná sér í vatnsflöskur, þar sem kranavatnið er ódrekkandi og hættulegt.
Íbúar í Flint ná sér í vatnsflöskur, þar sem kranavatnið er ódrekkandi og hættulegt. Nordicphotos/AFP
Bandarísk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi í bænum Flint í Michigan vegna blýmengunar í vatni þar.

Alvarleg mengun hefur verið í vatni bæjarins í tvö ár, eða eftir að bæjaryfirvöld ákváðu að spara sér fé með því að ná í vatnið úr Flint-fljóti frekar en úr Huron-vatni. Bæjaryfirvöld viðurkenndu þennan vanda þó ekki fyrr en í október síðastliðnum.

Í gær skýrði svo leikkonan Cher frá því að hún hafi, í samstarfi við íslenska vatnsfyrirtækið Iceland Glacial, gefið bæjarbúum í Flint rúmlega 180 þúsund flöskur af vatni.

Bæði Rick Snyder, ríkisstjóri í Michigan, og Barack Obama Bandaríkjaforseti hafa lýst yfir neyðarástandi vegna vatnsmengunarinnar. Þar með á bærinn rétt á allt að fimm milljónum dala úr ríkissjóði til að takast á við vandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×