Handbolti

Strákarnir mættir á æfingu | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Er einhver með númerið hjá Heimi Hallgríms? Bjöggi er klár í fótbolta EM næsta sumar.
Er einhver með númerið hjá Heimi Hallgríms? Bjöggi er klár í fótbolta EM næsta sumar. vísir/valli

Strákarnir okkar eru nú mættir í Spodek-höllina að hrista úr sér svekkelsið eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi.

Þeir eru búnir að vera að funda upp á hóteli, spjalla saman og hjálpa hvor öðrum að læra af þeim leik. Þeir ætla sér að koma brjálaðir í leikinn gegn Króatíu á morgun.

Þeir virðast vera að komast yfir tapið í gær því það örlaði á einstaka brosi á mönnum.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari 365, smellti nokkrum myndum af strákunum sem má sjá hér að neðan.

Fyrirliðinn stýrði upphitun. vísir/valli
Þjálfararnir fara yfir stöðuna. vísir/valli
vísir/valli
Smá reynsla á þessari mynd. vísir/valli
Fótboltinn endaði 0-0 í tilþrifalitlum leik. vísir/valli
Alexander sleppti fótboltanum enda mikið álag á honum og hann meiddur. vísir/valli
vísir/valli

Tengdar fréttir

Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið

Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir.

Velja alltaf Krýsuvíkurleiðina

Að fara auðveldu leiðina á stórmóti hefur aldrei verið leið strákanna okkar. Á því verður engin breyting á EM í Póllandi eftir ótrúlegt 39-38 tap fyrir Hvít-Rússum. Vörn íslenska liðsins var hrein hörmung í leiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira