Innlent

Dólgur í flugvallarútunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ekki kemur fram í tilkynningu frá lögreglu hvers vegna svo illa lá á manninum.
Ekki kemur fram í tilkynningu frá lögreglu hvers vegna svo illa lá á manninum. Vísir/Pjetur

Farþegi í rútu á leið frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hringdi í lögreglu um eittleytið í nótt og tilkynnti að ökumaður rútunnar væri ölvaður. Skömmu síðar barst lögreglu annað símtal frá farþega í rútunni þar sem fram kom að verið væri að ráðast á ökumann rútunnar sem stödd var í Garðabæ.

Árásarmaðurinn reyndist mjög ölvaður og hafði ætlað sér að stöðva akstur hópferðabifreiðarinnar. Hann hafði ráðist á bílstjórann sem hann taldi ölvaðan við stýri bifreiðarinnar. Maðurinn var handtekinn og fjarlægður úr rútunni.

Lögreglumenn á vettvangi létu ökumann blása í öndunarsýnamæli sem sýndi niðurstöðuna 0.00 að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira