Sport

Kvennalandsliðið lenti í 3. sæti á Novotel Cup | Elísabet valin efnilegust

Kvennalandsliðið eftir leikinn í dag.
Kvennalandsliðið eftir leikinn í dag. Mynd/Aðsend

Kvennalandsliðið lauk leik í 3. sæti á Novotel Cup mótinu í blaki sem lauk í dag en karlalandsliðið þurfti að sætta sig við fjórða og síðasta sætið.

Kvennalandsliðið fór vel af stað og vann fyrsta leik sinn á mótinu en tapaði leiknum gegn Danmörku í gær en karlalandsliðið var án sigurs fyrir leik dagsins eftir tap gegn Danmörku og Sviss.

Liðin mættu Lúxemborg í lokaleik dagsins en bæði landsliðin þurftu að sætta sig við tap í dag.

Kvennaliðið náði að knýja fram upphækkun í annarri hrinu en lengra komust þær ekki og þurftu að sætta sig við 0-3 tap (22-25, 25-27 og 19-25). Thelma Grétarsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu en Elísabet Einarsdóttir bætti við sjö stigum.

Elísabet var í dag valinn efnilegasti leikmaður mótsins en hún var stigahæst í íslenska liðinu í fyrstu tveimur leikjum mótsins.

Lið Lúxemborg reyndist einnig vera númeri of stórt fyrir karlalandsliðið en leiknum lauk með 3-0 sigri Lúxemborg (14-25, 14-25 og 19-25).

Stigahæstir í íslenska liðinu voru þeir Hafsteinn Valdimarsson með 5 stig og Theódór Þorvaldsson með 4 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira