Enski boltinn

Vardy fer í aðgerð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Jamie Vardy verður frá næstu tvær vikurnar vegna minniháttar aðgerðar sem hann þarf að gangast undir vegna meiðsla í nára.

Vardy hefur verið magnaður í liði Leicester í vetur og skorað fimmtán deildarmörk fyrir liðið sem situr nú í öðru sæti deildarinnar.

Liðið hefur hins vegar ekki skorað í síðustu þremur leikjum sínum en Vardy spilaði allan leikinn í markalausu jafntefli gegn Bournemouth um helgina.

Leicester leikur næst gegn Tottenham í ensku bikarkeppninni um helgina en á svo leik gegn Tottenham nokkrum dögum síðar. Tottenham er í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Leicester og sex á eftir toppliði Arsenal.
Fleiri fréttir

Sjá meira