Innlent

Forsetar dýrir á fóðrunum

Jakob Bjarnar skrifar
Í sumar bætist enn einn forsetinn á launaskrá skattgreiðenda.
Í sumar bætist enn einn forsetinn á launaskrá skattgreiðenda.

Eftir nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar liggur fyrir að nýr forseti tekur til starfa í sumar. Þetta þýðir vitanlega aukinn kostnað ríkisins.

Kjararáð ákvað fyrir rúmum mánuði að hækka laun embættismanna ríkisins um 9,3 prósent, þar með laun forseta Íslands. Þá voru laun forsetans komin upp í rúmlega 2,1 milljónir króna sem þýðir að laun forsetans standa nú í sem nemur um það bil 2,3 milljónum króna.

Forsetinn nýtur biðlauna í 6 mánuði. Vegna langrar setu Ólafs Ragnars í forsetastóli, í heil 20 ár, á hann rétt á 80 prósentum í eftirlaun sem eru þá 1,8 milljón í eftirlaun.

Vigdís Finnbogadóttir sat í fjögur kjörtímabil, hætti 1996 sem þýðir að hún á rétt á 80 prósentum einnig. Nú liggur fyrir að í sumar bæta landsmenn enn einum forsetanum á launaskrá, þannig að ljóst er að kostnaður, beinn sem óbeinn, vegna embættisins eykst nú sem þessu nemur. Hvað svo sem mönnum finnst um frammistöðu Ólafs Ragnars má segja að hann hafi, með langri setu sinni, sparað þjóðinni skildinginn.

Í lögum um eftirlaun forseta segir:

Forseti Íslands. 2. gr.
Fyrrverandi forseti Íslands á rétt á eftirlaunum að liðnum þeim sex mánuðum sem hann nýtur biðlauna, sbr. 4. gr. laga nr. 10/1990

Eftirlaunin nema 60% af launum forseta Íslands eins og þau eru ákveðin af [kjararáði]1) hverju sinni. Ef forseti hefur gegnt embættinu lengur en eitt kjörtímabil eru eftirlaunin 70%, en 80% hafi hann gegnt embættinu lengur en tvö kjörtímabil.
   1)L. 47/2006, 13. gr.  

3. gr. Nú andast forseti og skal þá greiða eftirlifandi maka hans full laun í sex mánuði. Að þeim tíma liðnum skal greiða makanum helming þeirra eftirlauna sem hinn látni forseti hefði átt rétt á. Um rétt maka forseta er látið hefur af störfum fer eftir 16. gr., sbr. 2. mgr. 1. gr.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira