Innlent

Sjö slösuðust um áramótin: Neytendastofa leitar upplýsinga um gölluð handblys

Bjarki Ármannsson skrifar
Stofnunin leitar upplýsinga um hvers kyns blys er um að ræða og hvar þau voru seld.
Stofnunin leitar upplýsinga um hvers kyns blys er um að ræða og hvar þau voru seld. Vísir/Anton

Neytendastofa óskar eftir upplýsingum og aðstoð vegna slysa sem urðu um áramótin vegna handblysa. Í fréttum Stöðvar tvö var greint frá því að sjö slösuðust vegna handblysa, þar af eitt barn, og samkvæmt fréttatilkynningu frá Neytendastofu er grunur um að þau hafi verið gölluð.

Stofnunin lýsir í tilkynningunni eftir nánari upplýsingum um hvaða tegund handblysa er að ræða, hvar þau voru seld og annað sem getur komið að gagni. Símanúmer Neytendastofu er 510-1100 og einnig er unnt að senda upplýsingar á netfangið postur@neytendastofa.is.

Skotelda má selja fram til 6. janúar, miðvikudags, og því segir Neytendastofa sérstaklega mikilvægt að upplýsingar um blysin berist sem fyrst.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira