Körfubolti

Kanínurnar hans Arnars í miklu stuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Axel Kárason.
Axel Kárason. Vísir/Daníel

Arnar Guðjónsson og lærisveinar hans í Svendborg Rabbits unnu sannfærandi 27 stiga sigur á Hörsholm 79ers í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 88-71.

Arnar er að gera flotta hluti með liðið en hann tók við liðinu af íslenska landsliðsþjálfaranum Craig Pedersen í nóvember.

Strákarnir hans Arnars voru þarna að vinna sinn þriðja heimaleik í röð en liðið er áfram í fjórða sæti deildarinnar með níu sigra og sjö töp.

Axel Kárason átti fína leik með Svendborg Rabbits í kvöld en hann var með 12 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar á rúmum 22 mínútum.

Axel hitti meðal annars úr báðum þriggja stiga skotum sínum í leiknum en Kanínurnar skoruðu tólf þrista í kvöld eða átta fleiri en mótherjar þeirra.

Svendborg Rabbits vann fyrsta leikhlutann 25-17 og var síðan komið tuttugu stigum yfir í hálfleik, 50-30. Það var því fljótt ljóst að þetta yrði ekki dagur gestanna frá Hörsholm.

Arnar Guðjónsson tók við Svendborg Rabbits af Craig Pedersen um miðjan nóvember en hann var áður aðstoðarmaður hans.

Kanínurnar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Arnars en hafa síðan unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum þar á meðal útisigur á móti Bakken Bears.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira