Körfubolti

Hörður Axel aftur til Grikklands: „Þeir voru óánægðir með mig“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hörður Axel hefur verið á ferð og flugi í vetur.
Hörður Axel hefur verið á ferð og flugi í vetur. vísir/ernir

Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á leið aftur til gríska liðsins Trikalla sem hann hóf tímabilið með.

Hörður staldraði ekki lengi við hjá Trikalla því hann var seldur til tékknesku meistaranna í Nymburk í október.

Dvölin í Tékklandi var ekki löng því eins og fyrr segir er Hörður laus undan samningi hjá Nymburk og mun klára tímabilið með Trikalla.

„Ég var óánægður hjá Nymburk og þeir voru óánægðir með mig sögðu þeir. Svo virðist vera að þeir hafa bara fengið mig til að hjálpa til vegna meiðsla og þegar allir voru orðnir heilir þá var engin þörf á mér lengur. Sumir hlutir í lífinu ganga bara ekki upp,“ segir Hörður Axel í samtali við karfan.is.

Trikalla er í 8. sæti grísku úrvalsdeildarinnar; búið að vinna fimm leiki og tapa sjö.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira