Handbolti

Engin laun í þrjá mánuði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hans Lindberg er súr með ástandið. Eðlilega.
Hans Lindberg er súr með ástandið. Eðlilega. vísir/getty

Þriðja mánuðinn í röð fengu leikmenn þýska úrvalsdeildarliðsins Hamburg ekki greidd nein laun.

Félagið er gjaldþrota á nýjan leik og virðist engin lausn vera í sjónmáli á fjárhagsvandræðum félagsins.

„Við höfum ekki hugmynd um hvernig framhaldið verður,“ sagði danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg sem spilar með félaginu.

Hann er eðlilega farinn að huga að því að finna sér nýtt félag eftir níu ár hjá Hamburg.

„Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að ég finni mér ekki félag. Ég tel mig hafa gert nógu mikið í þýsku deildinni svo aðrir viti hvað ég get."Fleiri fréttir

Sjá meira