Erlent

Segja ISIS hafa tapað þriðjungi af yfirráðasvæði sínu

Samúel Karl Ólason skrifar
ISIS eru sagðir hafa misst 40 prósent af yfirráðasvæði sínu í Írak.
ISIS eru sagðir hafa misst 40 prósent af yfirráðasvæði sínu í Írak. Vísir/EPA

Bandalagið sem berst gegn Íslamska ríkinu segir að hryðjuverkasamtökin hafi misst um þriðjung af yfirráðasvæði sínu í Írak og Sýrlandi. Talsmaður bandalagsins, sem leitt er af Bandaríkjunum, segir að vígamenn ISIS séu í varnarstöðu. Alls hafa samtökin misst um 40 prósent af svæði sínu í Írak og 20 prósent í Sýrlandi.

Síðan bandalagið hóf loftárásir árið 2014 hafa vopnaðar sveitir Kúrda barist gegn ISIS í norðurhluta Írak, þar sem þeir hafa sótt fram á stórum svæðum. Í suðurhluta landsins hefur herinn og vopnaðar sveitir súnníta tekið borgir eins og Tikrit og Ramadi af ISIS.

Ofurstinn Steve Warren sagði blaðamönnum í dag að bandalagið telji ISIS hafa veikst verulega. Það sjáist meðal annars í því að samtökin hafi ekki náð að leggja undir sig ný svæði frá því í maí, þegar þeir tóku Ramadi.

„Hernaðarlega séð, þá eiga þeir í basli,“ sagði Warren.

Samtökin gera þó enn reglulega árásir víða í Írak og nú síðast féllu ellefu manns í bílsprengju í Haditha. Þá halda samtökin enn stórum svæðum í vesturhluta Írak. Þar á meðal er borgin Mosul, sem er önnur stærsta borg landsins.

Þá eru vígamenn ISIS einnig virkir í Egyptalandi, Líbýu, Jemen og í Afganistan.


Tengdar fréttir

Bandaríkin gefa í gegn ISIS

Þeir sem til þekkja segja að með þessu sé Bandaríkjaher að viðurkenna að loftárásir síðustu mánaða hafi litlu skilað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira