Körfubolti

Sá besti síðan LeBron James

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þú átt eftir að lesa mikið um þennan strák í framtíðinni. Ben Simmons er nafnið.
Þú átt eftir að lesa mikið um þennan strák í framtíðinni. Ben Simmons er nafnið. vísir/getty

Goðsögnin Magic Johnson ákvað að setja mikla pressu á hinn unga Ben Simmons á Twitter í gær.

Þá skrifaði Magic á Twitter að Simmons væri besti alhliðakörfuboltamaður sem hann hefði séð síðan LeBron James steig fram á sjónarsviðið.

„Það lið sem mun fá Simmons mun græða á því strax. Hann mun láta til sín taka í deildinni undir eins,“ bætti Magic við.

Simmons er nýliði hjá LSU-háskólanum og ef hann myndi fara í næsta nýliðaval NBA-deildarinnar þá er því þegar spáð að hann yrði valinn fyrstur.

LSU vann óvæntan sigur á Kentucky í gær þar sem Simmons skoraði 14 stig og gaf 10 stoðsendingar á 27 mínútum. Hann er með 20,1 stig, 12,9, fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.

NBA


Fleiri fréttir

Sjá meira