Körfubolti

Sá besti síðan LeBron James

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þú átt eftir að lesa mikið um þennan strák í framtíðinni. Ben Simmons er nafnið.
Þú átt eftir að lesa mikið um þennan strák í framtíðinni. Ben Simmons er nafnið. vísir/getty

Goðsögnin Magic Johnson ákvað að setja mikla pressu á hinn unga Ben Simmons á Twitter í gær.

Þá skrifaði Magic á Twitter að Simmons væri besti alhliðakörfuboltamaður sem hann hefði séð síðan LeBron James steig fram á sjónarsviðið.

„Það lið sem mun fá Simmons mun græða á því strax. Hann mun láta til sín taka í deildinni undir eins,“ bætti Magic við.

Simmons er nýliði hjá LSU-háskólanum og ef hann myndi fara í næsta nýliðaval NBA-deildarinnar þá er því þegar spáð að hann yrði valinn fyrstur.

LSU vann óvæntan sigur á Kentucky í gær þar sem Simmons skoraði 14 stig og gaf 10 stoðsendingar á 27 mínútum. Hann er með 20,1 stig, 12,9, fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira