Fótbolti

Strákarnir hans Mancini komnir aftur á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mauro Icardi var hetja Inter í kvöld.
Mauro Icardi var hetja Inter í kvöld. Vísir/Getty

Internazionale Milan er komst í toppsæti ítölsku deildarinnar á ný eftir 1-0 útisigur á Empoli í kvöld.

Fiorentina og Juventus höfðu bæði komist upp fyrir Internazionale með sigrum í sínum leikjum fyrr í dag en Inter kláraði sitt.

Empoli var í áttunda sæti deildarinnar og árið byrjaði því á krefjandi verkefni og um leið mikilvægum sigri í baráttunni um ítalska meistaratitilinn.

Það var Argentínumaðurinn Mauro Icardi, fyrirliði Inter-liðsins, sem skoraði eina mark leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Mauro Icardi skoraði markið eftir fyrirgjöf frá Ivan Perisic en þetta var áttunda deildarmark hans á tímabilinu.

Internazionale er með 39 stig eða einu meira en Fiorentina og þremur stigum meira en Juventus.

Lærisveinar Roberto Mancini í Internazionale héldu þarna hreinu í tólfta sinn í átján leikjum en liðið hefur aðeins fengið á sig 11 mörk í fyrstu átján umferðunum.

Mauro Icardi skorar hér sigurmarkið. Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Totti kveður væntanlega í sumar

Meiðsli hafa farið illa með hinn 39 ára gamla Francesco Totti í vetur og gæti farið svo að þetta verði hans síðasta tímabil í boltanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira