Körfubolti

Skotsýning hjá Helenu Sverrisdóttur í Hveragerði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. Vísir/Stefán

Helena Sverrisdóttir hélt upp á útnefningu sína sem besti leikmaður fyrri hluta Domino´s deildar kvenna í körfubolta með því að eiga stóraleik í Hveragerði í kvöld.

Haukakonur héldu stöðu sinni á toppnum með 43 stiga sigri á Hamar, 90-48.

Helena var með 28 stig á 22 mínútum og hitti úr 11 af 14 skotum sínum. Helena nýtti meðal annars öllum fimm þriggja stiga skotin sín í leiknum.

Helena lét sér ekki nægja að skora öll þessi stig því hún var einnig með 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta.  

María Lind Sigurðardóttir skoraði 17 stig fyrir Hauka og Sólrún Inga Gísladóttir bætti við 14 stigum en níu þeirra komu í fyrsta leikhlutanum.

Hamarsliðið rak bandaríska leikmann sinn um jólin og mætti kanalaust til leiks á móti toppliðinu. Hamarsstelpur máttu sín því lítils á móti Haukum þótt Hafnarfjarðarliðið sé ekki með bandarískan leikmann í sínum röðum.

Ali Ford kemur í staðinn fyrir Suriya McGuire en hún gat ekki náð leiknum á móti Haukum í kvöld. Botnlið deildarinnar mátti alls ekki við þessu og átti aldrei möguleika í leiknum.

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir átti flottan leik fyrir Hamar í kvöld og endaði með 21 stig og 12 fráköst.

Haukaliðið komst í 5-0, 15-1 og 23-9 en var síðan tuttugu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 31-11.

Hamarskonur héldu í við Haukaliðið í öðrum leikhlutanum sem endaði 15-14 fyrir Hamarsliðið. Haukaliðið var því nítján stigum yfir í hálfleik, 45-26.

Helena var komin með 15 stig í hálfleik en hún skoraði 13 stig í þriðja leikhlutanum sem Haukaliðið vann 24-17. Eftir það var aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði.


Hamar-Haukar 48-90 (11-31, 15-14, 17-24, 5-21)

Hamar: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 21/12 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 8, Heiða Björg Valdimarsdóttir 7, Nína Jenný Kristjánsdóttir 7/6 fráköst, Jenný Harðardóttir 3, Karen Munda Jónsdóttir 2.

Haukar: Helena Sverrisdóttir 28/9 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, María Lind Sigurðardóttir 17/7 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 14/4 fráköst/5 stolnir, Þóra Kristín Jónsdóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 5, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 3/4 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira