Enski boltinn

Manchester United kallar Januzaj til baka úr láni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Adnan Januzaj fékk lítið að spila með Dortmund.
Adnan Januzaj fékk lítið að spila með Dortmund. vísir/getty

Manchester United er búið að kalla belgíska ungstirnið Adnan Januzaj til baka úr láni frá þýska liðinu Dortmund.

Louis van Gaal taldi sig ekki eiga pláss fyrir Januzaj í liði United á þessari leiktíð og lánaði hann því til Dortmund í von um að hann fengi að spila meira.

Januzaj hefur aðeins spilað tólf leiki fyrir Dortmund í öllum keppnum og þar af aðeins byrjað þrjá leiki.

Hann hefur aldrei byrjað leik í þýsku 1. deildinni heldur aðeins komið sex sinnum inn á sem varamaður. Þá hefur hann ekki spilað leik síðan liðið tapaði fyrir PAOK í Evrópudeildinni 10. desember.

Januzaj spilaði með United í ágúst og þá skoraði Belginn ungi sigurmarkið gegn Aston Villa á útivelli.

Hann er með samning við Manchester United sem gildir út tímabilið 2018.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira