Fótbolti

Ólafur í greiningarteymi landsliðsins á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson. Vísir

Ólafur Kristjánsson mun gegna stöðu eins leikgreinanda íslenska landsliðsins á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi næsta sumar en það kom fram á blaðamannafundi KSÍ í dag.

Ólafur var þjálfari Nordsjælland í Danmörku þar til að félagið skipti um eigendur á dögunum en þeir ákváðu að skipta um þjálfara. Ólafur þjálfaði áður Breiðablik með góðum árangri.

Sjá einnig: Ólafur: Þurfti að tjasla andlitinu aftur saman

Roland Andersson, sem hefur starfað lengi við leikgreiningu með Lars Lagerbäck, mun einnig greina andstæðing Íslands á EM í sumar, sem og Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ.

Þjálfararnir eru þrír - Lars, Heimir Hallgrímsson og Guðmundur Hreiðarsson en alls verða svo fjórtán starfsmenn KSÍ í fylgd með liðinu - þar af fimm sem tilheyra læknaliði íslenska liðsins.

Meðal starfsmanna KSÍ verða Þorgrímur Þráinsson, sem var titlaður sem „Sálfræðingur“ á blaðamannafundi KSÍ í dag, Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi, og Einsi Kaldi, kokkur.Fleiri fréttir

Sjá meira