Sport

Beyonce treður upp með Coldplay

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Beyonce er hún tróð upp á Super Bowl fyrir þrem árum áður.
Beyonce er hún tróð upp á Super Bowl fyrir þrem árum áður. vísir/getty

Hálfleikssýninginn í Super Bowl-leiknum verður einkar glæsileg í ár því Beyonce mun koma fram ásamt Coldplay.

Þetta er 50. Super Bowl-leikurinn og verður því óvenju mikið um dýrðir í ár og hefur dýrðin ekki verið lítil á síðustu árum.

Búið var að tilkynna að Coldplay myndi spila í hálfleik en þá var um leið sagt að fleiri stórir listamenn myndu troða upp.

Nú er ljóst að Beyonce verður með en hún tróð upp fyrir þremur árum síðan ásamt Destiny's Child.

Super Bowl fer fram í San Francisco í ár og leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira