Enski boltinn

Bikarmeistararnir áfram

Bellerin lagði upp tvö mörk í dag.
Bellerin lagði upp tvö mörk í dag. Vísir/Getty

Ríkjandi bikarmeistarar í Arsenal eru komnir í fjórðu umferð eftir tveggja mark sigur á Sunderland, 3-1, en Arsenal lenti undir í leiknum.

Jeremain Lens kom Sunderland yfir eftir hörmuleg mistök Laurent Koscielny á sextándu mínútu, en Joel Campell jafnaði metin tíu mínútum síðar. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Aaron Ramsey kom svo Arsenal yfir á þeirri 72. mínútu eftir undirbúning Hector Bellerin og Bellerin lagði einnig upp þriðja markið fyrir Oliver Giorud fjórum mínútum síðar.

Lokatölur 3-1 sigur Arsenal sem eru komnir í 32-liða úrslitin, en þeir eru ríkjandi bikarmeistarar síðustu tveggja ára.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira