Körfubolti

Jakob sjóðheitur fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Sigurðarson.
Jakob Sigurðarson. Vísir/Stefán
Ein af fimm þriggja stiga körfum Jakobs Sigurðarsonar kom á hárréttum tíma þegar Borås Basket vann þriggja stiga útisigur á Jämtland Basket, 91-88, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Jakob kom Borås liðinu þá yfir í 89-88 með þristi þegar tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum en liðsfélagi hans innsiglaði síðan sigurinn á vítalínunni.

Jakob Sigurðarson var stigahæstur í liði Borås ásamt tveimur öðrum en allir skoruðu þeir 19 stig.

Jakob skoraði sín 19 stig á tæpum 35 mínútur en hann hitti meðal annars úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Jakob var einnig með 2 fráköst og 2 stoðsendingar.

Borås-liðið var búið að tapa tveimur deildarleikjum í röð og tapaði einnig Evrópuleik í vikunni. Sigurinn í kvöld var því mikilvægur.

Jämtland var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 29-19, en Jakob og félagar komu sér aftur inn í leikinn með því að vinna annan leikhlutann 25-16.

Seinni hálfleikurinn var síðan æsispennandi og íslenski bakvörðurinn átti mikinn þátt í sigrinum með þessari dýrmætu þriggja stiga körfu í blálokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×