Innlent

Íslendings leitað í Bretlandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Aðstandendur Brendans Brekkan Þorvaldssonar lýsa nú eftir honum en fátt hefur spurst til hans allt frá því að hann hélt til Lundúna í byrjun desember. Hann flaug til borgarinnar þann 4. desember og fór þaðan til Newcastle þar sem hann sagðist ætla að vera til 3. janúar.

Íslensk kona búsett í Lundúnum segist hafa séð Brendan á King‘s Cross lestarstöðinni 4. og 7. desember. Þess utan hefur ekkert heyrst frá honum frá því að hann hélt út.

Í skilaboðum frá Emilíu Sigurðardóttur, mágkonu Brendans, segir að hann sé fæddur 1983. Hann er sagður 187 sentímetrar á hæð, dökkur yfirlitum og með græn augu. Hann er sagður spila mikið á gítar og að ekki sé ólíklegt að sjá hann spila úti á götu.

Aðstandendur Brendans óska eftir upplýsingum um það hvar hann gæti verið niðurkominn. Hægt er að hafa samband við Emilíu á Facebook eða í tölvupósti til emsigurds@gmail.com

Fleiri myndir af Brendan má sjá í Facebook-færslu Emilíu hér að neðan.

UPDATEVINSAMLEGAST DEILIÐ / PLEASE SHAREWe are looking for any information regarding the whereabouts of Brendan...

Posted by Emilía Sigurðardóttir on 9. janúar 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×